Kristín Pétursdóttir

Kristín Pétursdóttir, búfræðingur og ferðaþjónustuaðili í Önundarfirði​

Kristín er alin upp í sveit og er því með bændablóð í æðum. Hún valdi nám Bændaskólanum á Hvanneyri af því að þar voru ekki kenndar neinar íþróttir. Kristín sinnir ferðaþjónustu í Önundarfirði og er mikil áhugamanneskja um varðveiðslu gamalla muna, sögu og verklag. Hún er safnari í eðli sínu og sinnir því áhugamáli af ástríðu. Kristín er mikill náttúruunnandi og veit ekkert betra en að þjóta um fjalllendi Önundarfjarðar á góðum vélsleða

Kristín kennir:

Land og landbúnaður 1
Land og landbúnaður 2